Byggðavaktin

 • Sjálfbær sveitarfélög sem njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð
 • Aukið sjálfstæði sveitastjórna og fjárforræði í eigin málum
 • Rýmri strandveiðiheimildir og allur fiskur seldur rafrænt á fiskmarkaði eða seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum
 • Ræsa strandsiglingar á ný og minnka álag á vegum
 • Örva fyrirtæki með skattaafslætti til að hasla sér völl á landsbyggðinni
 • Byggja Ísland upp sem ferðamannaland með hreina og óspillta náttúru
 • Sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað

Menningarvaktin

 • Efla vísindi, listir, menntun og menningu
 • Sníða skólastarf betur að þörfum nemenda
 • Auka sjálfstæði skóla og fjölbreytni
 • Tryggja jafnrétti til náms
 • Efla fullorðinsfræðslu, endurmenntun og starfsþjálfun

Velferðarvaktin

 • Samfélagslega samábyrgð og samhjálp og forgangsraða í velferðarmálum
 • Marka fjölskyldustefnu með hag barna í fyrirrúmi
 • Stytta vinnutímann í áföngum í 35 stundir á viku og vinna að samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs
 • Fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum
 • Standa vörð um almannatryggingar og félagsþjónustu og beina þeim markvisst að þurfandi hópum
 • Breyta stöðlum örorkumats
 • Að heimahjúkrun og aðstoð við aldraða verði sett í forgang
 • Manneskjulega langtímavistun aldraðra
 • Tryggan ævisparnað
 • Afnám forréttinda
 • Að öllum sé tryggður réttur til viðeigandi, aðgengilegrar og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu
 • Marka framtíðarstefnu í heilbrigðismálum og ekki tjalda til einnar nætur
 • Efla grunnþjónustu og auka fjölbreytni rekstrarforma
 • Minni og manneskjulegri rekstrareiningar til að veita alhliða grunnþjónustu fyrir alla landsmenn í heimabyggð
 • Efla forvarnir og lýðheilsu
 • Byggingu nýs Landspítala verði slegið á frest

Efnahagsvaktin

Ábyrg peningastjórn

 • Kortleggja raunverulega stöðu þjóðarbúsins
 • Lögfesta skýrar kröfur um öryggi og eignarhald banka svo þeir þurfi að lúta hraðahindrunum ásamt virku eftirliti
 • Verja fólkið í landinu fyrir ágangi vogunarsjóða og losa um „snjóhengjuna“ svo hægt sé að afnema gjaldeyrishöft

Frelsi með ábyrgð

 • Endurskoða ríkisbúskapinn til að halda útgjöldum og almennum sköttum í skefjum
 • Stöðugt, gróandi efnahagslíf og hagkvæma verkaskiptingu almannavalds og einkaframtaks
 • Sjálfbært atvinnulíf, engan pilsfaldakapítalisma
 • Frelsi í viðskiptum, frelsi með ábyrgð

Skuldavandi heimilanna

 • Rétta hlut heimilanna með því að færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána með almennum aðgerðum
 • Tryggja að skipan húsnæðislána taki mið af ríkjandi reglum um neytendavernd innan EES sem Ísland hefur lögleitt
 • Gæta jafnræðis milli lántakenda og lánveitenda, m.a. með endurmati eða afnámi verðtryggingar húsnæðislána, og brúa bil kynslóðanna

Stjórnlagavaktin

 • Samþykkja nýja stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012
 • Auðlindir í þjóðareigu, jafnt vægi atkvæða, óspilltar embættaveitingar og greiðan aðgang að opinberum gögnum nema þau varði þjóðaröryggi
 • Að verði stjórnarskráin samþykkt skal halda nýjar kosningar sem fyrst skv. nýjum kosningalögum

Mannréttindavaktin

 • Jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins
 • Lögfesta sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks og banna alla mismunun með lögum
 • Tryggja fólki af erlendum uppruna upplýsingar um félagsleg réttindi sín, möguleika til náms og nauðsynlegan stuðning
 • Efla hag örorku- og ellilífeyrisþega
 • Útrýma kynbundnum launamun
 • Kynjaða hagstjórn
 • Vinna gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og börnum
 • Sérstakan kynferðisbrotadómstól
 • Markvissar aðgerðir gegn mansali og vændi
 • Vinna gegn klámi og klámvæðingu
 • Ábyrga fjölmiðla

Auðlindavaktin

 • Setja lög um eignarhald og nýtingu auðlinda í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár um auðlindir í þjóðareign
 • Tryggja að nýtingarrétti auðlinda í þjóðareigu sé úthlutað á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn
 • Að landsmenn uppskeri arðinn af eigin auðlindum
 • Halda opinberum orkufyrirtækjum í almannaeigu: Landsvirkjun verður ekki seld
 • Skoða náttúruna sem auðlind sem öllum ber að virða og vernda í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar í þágu komandi kynslóða
 • Efla dýravernd

Veraldarvaktin

 • Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár
 • Ljúka samningaviðræðum við ESB
 • Gæta hagsmuna Íslands í hafréttarmálum
 • Að aðild að stríði verði háð samþykki þings og þjóðar
 • Vinna með öðrum þjóðum að friði