egill a.m.aust.Nafn: Egill Ólafsson

Egill Ólafsson, tónlistarmaður. Fæddur 9. febrúar 1953 í Reykjavík.

MH 1970-74, Tónlistarskólinn í Reykjavík 1970 – 76. Stýrimannaskólinn í Rvk. 2001-02.  HR. 2004-05.  Félög: Félag ísl. leikara, Félag tónskálda og textahöf., Félag íslenskra hljóðfæraleikara, Tónverkamiðstöð Íslands.

Starfað við Þjóðleikhúsið frá 1976, þar sem hann hefur bæði sungið, leikið og samið tónlist fyrir leikverk allt til ársins 2012.  Ráðinn til Borgarleikhússins 1991-93.  Starfaði fyrir RTL í Hamborg 2003-04. Starfað fyrir Íslensku Óperuna og Loftkastalann og P-leikhúsið. Starfað með mörgum hljómsveitum m.a. Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum, Þursaflokknum, Tamlasvetitina, Tríói Björns Thoroddsen, Le Grand Tango, Ægir, The Icelandic Sound Company. Starfaði fyrir Rigskoncertene í Noregi 2004-2005.  Egill hefur átt og rekið kvikmynda og framleiðslufélögin: Norðan 8, Bjarmaland s/f,  Arte ehf.  Sat í Menningarmálanefnd Rvk… Formaður Samtaka um tónlistarhús, SUT, 2003-2011.

Maki: Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússstjóri

Börn: Ólafur Egill 36 ára,, Gunnlaugur 33 ára, Ellen 25 ára.