Helgarblað
Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur. Fædd 14. mars 1958 í Reykjavík. BS próf í líffræði frá HÍ 1980 og PhD frá Dept. of Biochemistry and Biophysics, Virginia Commonwealth University, USA, 1989. Stundaði rannsóknir í ensímefnafræði á Raunvísindastofnun Háskólans 1980-86 og 1993-2004 og við Lífefnafræðideild Háskólans í Bergen, Noregi 1989-93. Gæðastjóri Ensímtækni 1998-2004. Stýrði rannsóknahópi Lyfjaþróunar, síðar Actavis, 2000-2008. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi í líftækni og lyfjaþróun frá 2008. Framkvæmdastjóri Akthelia Pharmaceuticals frá 2011. Hefur setið í stjórnum Raunvísindastofnunar, Félags háskólakennara, Norðurs ehf, Tækniþróunarsjóðs, Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, 3Z, Vitvélastofnunar og Vísindagarða HÍ. Í Háskólaráði Háskóla Íslands 1999-2002 og 2008 – 2012, í Hugverkanefnd Háskóla Íslands frá 2009.

Maki: Þorkell Sigurðsson

Börn: Tveir uppkomnir synir