Nafn: Elínborg Halldórsdóttir (Ellý)

Listakonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý, fæddist 16. apríl 1962 í Reykjavík … og deilir m.a. afmælisdegi með stórsöngvaranum Björgvini Halldórssyni.

Ellý lauk BA-námi í málun frá Listaháskóla Íslands 2001. Hún starfaði sem forstöðumaður Tómstunda- og menningarhúss Akraness árin 2001-2006 og kenndi einnig við Fjölbrautaskóla Vesturlands á sama tíma. Frá 2008-2009 stundaði hún nám við Háskóla Íslands og árin 2011-2013 við Tónlistarskólann á Akranesi, ásamt því að starfa hjá Símenntunarstöð Vesturlands.
Hún á fjögur dásamleg börn; Ernu, 28 ára, Þórarin Jökul, 18 ára, Svanhildi Alexzöndru, 17 ára og Halldóru Veru, 14 ára.
Ellý starfar nú sem myndlistarkona og syngur enn með hljómsveitinni sinni, Q4U. Hún hefur búið á Akranesi síðastliðin 12 ár.