Gudrun_Gudlaugsdottir_300dpi (2)

Nafn: Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir fædd í Reykjavík 20. júlí 1944. Lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967 og stúdentsprófi frá MH 1977. Starfaði sem dagskrárgerðarmanneskja á Útvarpinu um árabil, einnig sem dagskrárfulltrúi og sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV. Gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu 1984 en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður. Eftir hana hafa komið út ljóðabækur, skáldsögur og æviminningabækur auk fjölda greina og viðtala í ýmsum bókum og tímaritum.

Maki: Guðmundur Páll Arnarson blaðamaður og bridskennari.

Börn: Ragnheiður, Ásgerður, Móeiður, Kristinn, Guðlaugur og Sigríður Elísabet.