Nafn: Hanna Guðrún Kristinsdóttir:

Ég er 46 ára gömul, menntaður sjúkraliði, útskrifaðist í des. 2010. Vann eitt ár eftir útskrift á LSH á deild 11-G en starfa núna hjá Álnavörubúðinni í Hveragerði, (betri laun og skemmtilegri vinnutími).

Ég er gift Pétri Hjaltested tónlistarmanni og eigum við samtals 5 börn, tengdabörn og 6 barnabörn. Við höfum búið í Hveragerði frá árinu 2005, en ég er fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur til 11 ára aldurs en þá flutti ég í Hafnarfjörð og bjó þar fram til ársins 2005.

Ég hef tekið þátt í ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, t.a.m. formaður í íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði, sem er íþróttafélag fatlaðra þar í bæ, sat í stjórn Heimilis og skóla, var í Foreldraráði Hafnarfjarðar svo e-ð sé nefnt.

Vorið 2006 var ég á lista A-listans í bæjarstjórnakosningunum í Hveragerði, en hann var skipaður samfylkingu, framsókn og óflokksbundnum. Við misstum meirihlutann yfir til sjálfstæðismanna þá, en ég sat í e-m nefndum og var varamaður inn í bæjarráð og bæjarstjórn fyrir hönd óflokksbundinna.

Vann hjá Hafnarfjarðarbæ í mörg ár, 1992-2005, meira eða minna. Hjá æskulýðs- og tómstundaráði, bæði sem almennur starfsmaður og svo seinna sem rekstrarfulltrúi. Einnig vann ég við almenna símsvörun, ritari hjá Félagsþjónustunni, vann á skrifstofu vinnuskólans og endaði síðan feril minn hjá bænum sem starfsmaður við Suðurbæjarlaug.