10.sæti – Sara Hrund Signýjardóttir

Nafn: Sara Hrund Signýjardóttir           

Tölvupóstfang: sarahgu81@gmail.com

Sara Hrund fædd í Reykjavík 21. Júní 1981. Gekk í Seljaskóla og Hamraskóla. Lauk framhaldsskólaprófi árið 2001 frá Menntaskólanum við Sund. Lauk BA prófi í músikmeðferð frá Háskólanum í Álaborg árið 2006, meistaraprófi frá sama skóla í músikmeðferð árið 2010.

Vann í Hagkaupum samfara skólagöngu á árunum 1996-2001. Var stuðningsfulltrúi á Kópavogshæli 2001-2002. Landvörður þrjú sumur í Skaftafelli árin 2004-2006. Stuðningsfulltrúi á móttöku-og meðferðargeðdeild Landspítalans við Hringbraut (LSH) árin 2006-2008. Músikmeðferðarfræðingur á þremur móttöku-og meðferðargeðdeildum LSH frá árinu 2009.

Maki: Gísli Páll Guðjónsson

Börn: 1 barn

0 Comments

4.sæti – Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

sigridurlarasigurjons

Nafn: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur. Fædd 4. apríl 1974 á Egilsstöðum. B.A. próf í almennri bókmenntafræði frá HÍ 1997, M.A. í almennri bókmenntafræði frá HÍ og Paul Valery háskóla í Montpellier, Frakklandi 2004, M.A. í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá HÍ 2009, doktorsnám við HÍ frá 2009 auk þess að sinna starfi verkefnastjóra sviðslista hjá Fljótsdalshéraði frá hausti 2012.

Maki: Árni Friðriksson

Börn: Róbert Steindór 16 ára, Gyða 7 ára, Friðrik 5 ára.

0 Comments

5.sæti – Oddur Sigurðsson

oddur sigur–sson_mynd

Nafn: Oddur Sigurðsson

0 Comments

2.sæti – Þórður Már Jónsson

thordur

Nafn: Þórður Már Jónsson

0 Comments

8.sæti – Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir

Nafn: Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir           

Tölvupóstfang: bibbasin@simnet.is

Hlíf Bryndís fædd í Breiðdal 21. okt. 2047. Nú búsett á Stöðvarfirði. Stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og Húsmæðraskólann á Laugalandi. Einnig nám í Póst- og símamálaskólanum.

Rak ásamt fleirum eigin verslun á Stöðvarfirði í 11 ár.

Vann hjá Pósti og síma / Íslandspósti í 14 ár, fyrst á Stöðvarfirði og síðar á Egilsstöðum.

Vann við Íþróttamiðstöð Djúpavogs frá 2005 – 2012.

Starfaði mikið að félagsmálum, fyrst á Stöðvarfirði og síðar einkum á Djúpavogi, í stjórn UMF. Neista.

Var einn af frumkvöðlum Hammondhátíðar Djúpavogs.

 

Maki: Björn Hafþór Guðmundsson

Börn: Tvö börn.

0 Comments

3.sæti – Víðir Benediktsson

_MG_7874

Nafn: Víðir Benediktsson

Tölvupóstfang: vidirben@internet.is

Fæddur á Akureyri 1959 Stundaði Sjómennsku í 30 ár, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Starfa nú sem blikksmiður hjá Blikkrás e.h.f. á Akureyri. Varabæjarfulltrúi á Akureyri, formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands.

Maki: Jenný Ragnarsdóttir, 5 uppkomin börn.

0 Comments

1.sæti – Sigríður Stefánsdóttir

ss05 3

Nafn: Sigríður Stefánsdóttir

Heimili á Akureyri frá 1978

Sigríður Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og nú verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Fædd á Ísafirði 29.7.1949. Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1970. Próf í þjóðfélagsfræðum frá H.Í. 1975 og í uppeldis- og kenslufræðum 1982. Tvisvar árs dvöl og nám við Háskólann í Tübingen, Þýskalandi.  Ýmis störf, m.a. kennari við M.A. 1978 -1992. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1984 – 1990. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga 1990 – 1998. Fjölmörg nefnda og stjórnunarstörf á vegum Akureyreyrarbæjar, Sambands ísl. sveitarfélaga og fleiri.  Frá 1998, ýmist störf í stjórnsýslu Akureryrarbæjar, er nú verkefnastjóri samskipta ( innlendra og erlendra). Var framkvæmdastjóri 150 ára afmælisárs Akureyrar 2012.

Maki: Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni í Mývatnssveit.

Þrjú uppkomin börn:  Erna, Sigurður og Kári

0 Comments

6.sæti – Ingunn Stefanía Svavarsdóttir

Nafn: Ingunn Stefanía Svavarsdóttir:

Fædd: 23.janúar 1951

Menntun:

- University of Newcastle upon Tyne, U.K. Master of Fine Art. Tveggja ára heilsárs meistara-nám í fagurlist  2006-2008.
- Fjöldi námskeiða af veraldlegum, sálfræðilegum og listrænum toga.
- Myndlistarskólinn á Akureyri. Fornám, málun og lokapróf úr fagurlistadeild 1998-2002.
- Håkon Öen. Fjölskyldumeðferðarnám 1985-1988.
- Esra S. Pétursson. Sálkönnun 1981-1984.
- Göteborgs Universitet Sverige. M.Sc. í sálarfræði 1981.
- Háskóli Íslands. Heimspekileg forspjallsvísindi og sænska 1978.
- Háskóli Íslands. B.A. í sálarfræði og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1977.
- Roosvelt University, Chicago, USA. Computer Science 1972.
- MA-stúdent af náttúrufræðibraut 1971.

Störf:

- Félagi í SÍM, starfar eivörðungu að list sinni, í stjórn Myndlistarfélagsins 2009-2010. Félagi í Mynhöggvarafélaginu í Reykjavík.

- Sálfræðingur við Dagvist barna í Reykjavík í fjögur ár, önnur fjögur sem fyrsti heilsugæslusálfræðingur landsins í Norður-Þingeyjarsýslu.
- Sveitarstjóri í Öxarfirði í áratug og sat í hreppsnefnd þrjú kjörtímabil.
- Þátttaka í stjórnum og nefndum af ýmsu tagi, bæði heima í héraði, í landshlutanum og á landsvísu.
- Varaþingmaður eitt kjörtímabil með örsetu á þingi, flutti þingsályktunartillögu um úrbætur í vegamálum og sótti FAO ráðstefnu til Hollands um “Konur í dreifbýli” fyrir Íslands hönd.
- Frábitin flokkspólitík, óflokksbundin en fylgist með þjóðmálum og heimsmálum eins og fugl á flugi. Steypi mér niður í frjálsu falli, þegar svo ber undir og segi mína skoðun ,,í verki”.

Gift Sigurði Halldórssyni, lækni og saman eigum við þrjú uppkomin börn; Kristbjörgu bæklunarskurðlækni og áhugaljósmyndara, eiginmaður hennar er Magnus Johansson rafmagnsverkfræðingur, dóttir þeirra Ingunn Magnúsdóttir. Kristveigu söngkonu og skipulagsverkfræðing, Halldór Svavar sjúkraþjálfara og íþróttamann. Eiginkona hans er Edda Hermannsdóttir nemi við H.Í. og börn þeirra Emilía og Sigurður.

0 Comments