9.sæti – Sigurlaug Arnardóttir

Nafn: Sigurlaug Arnardóttir

Netfang: Sillarnar@gmail.com

Atvinna: Kennari, söngkona og menningarmiðlari

Kennarapróf með tónmennt sem valgrein árið 1998. Burtfararpróf í söng árið 2005 frá Nýja tónlistarskólanum. Meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2012.

Hef að mestu starfað við kennslu og verið virk í tónlistarlífi.

 

Maki:Stígur Steinþórsson

Börn: Kormákur 20 ára, Hekla 15 ára Stjúpbörn: Úlfur 13 ára og Freyja 11 ára.

0 Comments

5.sæti – Jenný Stefanía Jensdóttir

 

jennyNafn: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jenný Stefanía, viðskiptafræðingur.  Fædd í Reykjavík 15. Desember 1958.  Viðskiptafræðingur af reikningshalds- og fjármálasviði HÍ 1989.   Diplomanám við University of Toronto í réttarrannsóknarendurskoðun 2010-2012. Rannsóknarverkefni;  Integrity scorecard Iceland 2012 Assessment of Anti-corruption Safeguards.   Innheimtustjóri hjá Almennum tryggingum 1980-1987.  Framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Plastos hf 1989-1998, Chief Financial Officer hjá JYSK Canada 1999-2010.

Maki:  Grettir Grettisson

Börn:  Jens f: 1976 og Íris Rut f: 1990

0 Comments

6.sæti – Arnfríður Guðmundsdóttir

ArnfridurGudmundsdottir

Nafn: Arnfríður Guðmundsdóttir Prófessor og fv. Stjórnlagaráðsfulltrúi

Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur. Fædd 12. Janúar 1961 á Siglufirði. Embættispróf í guðfræði HÍ 1986. Doktorspróf frá Lutheran School of Theology at Chicago, Chicago, USA, 1996. Aðstoðarprestur í Garðaprestakalli 1986-1987. Kennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá 1996 og prófessor frá 2008.

Maki: Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur

Börn: Guðmundur Már 22 ára, Anna Rún 15 ára og Margrét Tekla 8 ára

0 Comments

2.sæti – Egill Ólafsson

 

egill a.m.aust.Nafn: Egill Ólafsson

Egill Ólafsson, tónlistarmaður. Fæddur 9. febrúar 1953 í Reykjavík.

MH 1970-74, Tónlistarskólinn í Reykjavík 1970 – 76. Stýrimannaskólinn í Rvk. 2001-02.  HR. 2004-05.  Félög: Félag ísl. leikara, Félag tónskálda og textahöf., Félag íslenskra hljóðfæraleikara, Tónverkamiðstöð Íslands.

Starfað við Þjóðleikhúsið frá 1976, þar sem hann hefur bæði sungið, leikið og samið tónlist fyrir leikverk allt til ársins 2012.  Ráðinn til Borgarleikhússins 1991-93.  Starfaði fyrir RTL í Hamborg 2003-04. Starfað fyrir Íslensku Óperuna og Loftkastalann og P-leikhúsið. Starfað með mörgum hljómsveitum m.a. Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum, Þursaflokknum, Tamlasvetitina, Tríói Björns Thoroddsen, Le Grand Tango, Ægir, The Icelandic Sound Company. Starfaði fyrir Rigskoncertene í Noregi 2004-2005.  Egill hefur átt og rekið kvikmynda og framleiðslufélögin: Norðan 8, Bjarmaland s/f,  Arte ehf.  Sat í Menningarmálanefnd Rvk… Formaður Samtaka um tónlistarhús, SUT, 2003-2011.

Maki: Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússstjóri

Börn: Ólafur Egill 36 ára,, Gunnlaugur 33 ára, Ellen 25 ára.

0 Comments

3.sæti – Sigríður Ólafsdóttir

Helgarblað
Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur. Fædd 14. mars 1958 í Reykjavík. BS próf í líffræði frá HÍ 1980 og PhD frá Dept. of Biochemistry and Biophysics, Virginia Commonwealth University, USA, 1989. Stundaði rannsóknir í ensímefnafræði á Raunvísindastofnun Háskólans 1980-86 og 1993-2004 og við Lífefnafræðideild Háskólans í Bergen, Noregi 1989-93. Gæðastjóri Ensímtækni 1998-2004. Stýrði rannsóknahópi Lyfjaþróunar, síðar Actavis, 2000-2008. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi í líftækni og lyfjaþróun frá 2008. Framkvæmdastjóri Akthelia Pharmaceuticals frá 2011. Hefur setið í stjórnum Raunvísindastofnunar, Félags háskólakennara, Norðurs ehf, Tækniþróunarsjóðs, Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, 3Z, Vitvélastofnunar og Vísindagarða HÍ. Í Háskólaráði Háskóla Íslands 1999-2002 og 2008 – 2012, í Hugverkanefnd Háskóla Íslands frá 2009.

Maki: Þorkell Sigurðsson

Börn: Tveir uppkomnir synir

0 Comments

8.sæti – Agnar Kristján Þorsteinsson

Nafn: Agnar Kristján Þorsteinsson

Tölvupóstfang: mrx@mi.is

Agnar Kristján Þorsteinsson er fæddur 8. Júni 1972 og er ættaður frá Siglufirði. Hann fluttist snemma til Reykjavíkur og gekk í Seljaskóla og þar svo næst í FB. Þaðan lauk hann burtfararprófi í vélsmíði 1994 og svo stúdentsprófi af Tæknisviði 1997. Einnig hefur hann tekið þó nokkur sérfræðinámskeið tengdum tölvugeiranum sem hann hefur starfað við í nokkkur ár.

Starfsferillinn hefur verið fjölbreyttur í gegnum tíðina m.a. sumarstörf í vélsmiðju og svo lagermennska/verkstjórn í litlu þjónustufyrirtæki tengt sjávarútveginum og sem tölvuviðgerðarmaður áður en hann hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun árið 1999. Þar starfaði hann sem rannsóknamaður og síðar meir einnig umsjónamaður með leiðangurstölvum Hafrannsóknarstofnunar auk tilfallandi verkefna s.s. sjóferða til ársins 2007. Þá hóf hann störf hjá Tryggingamiðstöðinni sem tölvumaður í notendaþjónustu allt til síðla árs 2009 þegar atvinnuleyfisvofan bankaði upp í nafni Hrunsin með tilheyrandi lífsreynslu í farteskinus.Hann hóf svo störf hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands árið 2010 sem tölvumaður á þjónustuborði og hefur starfað þar síðan.

Einnig hefur Agnar komið nálægt kvikmyndagerð vegna kvikmyndaáhuga síns s.s. aukaleik, handritsvinnu og handritsyfirlestri auk þess sem hann sat í trúnaðarráði VR frá 2009 til 2010.

 

0 Comments

10.sæti – Oddur Ævar Gunnarsson

Nafn: Oddur Ævar Gunnarsson

Tölvupóstfang: oddurae@gmail.com

Oddur Ævar Gunnarsson, nemi. Fæddur 7.maí 1993 í Reykjavík. Útskrifast með stúdentspróf á félagsvísindabraut frá Kvennaskólanum í Reykjavík í maí 2013. Meðlimur í liði Kvennaskólans í MORFÍs 2009-2013. Skipulagði sumarræðukeppni unga fólksins Þrasið 2011. Formaður Málfundafélagsins Loka með sæti í stjórn nemendafélags Kvennaskólans 2011-2012.   Formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans 2012-2013. Starfsmaður Láshússins með skóla og á sumrin frá 2010.  Meðlimur Ungmennaráðs UN Women. Stefni á nám við Háskóla Íslands í haust.

0 Comments