9.sæti – Svanur Kristjánsson

Nafn:  Svanur Kristjánsson

Tölvupóstfang: svanurk(hja)hi.is

Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðingur. Fæddur 23. ágúst á Ísafirði. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1967. B.A. próf í stjórnmálafræði, Macalester College, Minnesota BNA. Doktorspróf í stjórnmálafræði, University of Illinois, BNA.

Kennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands frá 1973; prófessor um árabil. Meginkennslu og rannsóknarsvið: Lýðræðiskenningar og lýðræðisþróun á Vesturlöndum með sérstakri áherslu á íslensk stjórnmál. Stjórn Geðhjálpar 2004-2009, þar af formaður 2006-2009.

Maki: Auður Styrkársdóttir

Börn: Heiðar Ingi 45 ára, Kári Auðar 33 ára, Halldór Auðar 33 ára, Herdís Ingibjörg Auðar 24 ára. Sex barnabörn.

0 Comments

3.sæti – Íris Erlingsdóttir

XLiriser 2013 BWchair

Nafn: Íris Erlingsdóttir

Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Fædd 24. nóvember 1963 í Reykjavík. Stúdentspróf frá máladeild Verzlunarskóla Íslands 1983. Laganám við HÍ 1983-1987. BA próf í fjölmiðlafræði og sögu California State University Northridge, 1994. MA í Traditional Oriental Medicine, Emperor’s College, Los Angeles, 2000, Internship UCLA Medical Center og Daniel Freeman Hospital, Los Angeles. Ritstjóri Gestgjafans 1987-1990. Fréttamaður á Bylgjunni og Stöð 2 1990-1996. Þýðingar og ritstjórn fyrir íslensk og erlend fyrirtæki og stofnanir 2000- 2013. Ritstörf fyrir bandaríska og íslenska fjölmiðla, 1990-2013.

Börn: Helgi Steinar Gunnlaugsson kínverskunemi, 23 ára; Daníel Lee, 12 ára; Ásdís Soffía Lee, 11 ára.

0 Comments

6.sæti – Sólveig Guðmundsdóttir

S¢lveig

Nafn: Sólveig Guðmundsdóttir

Leikkona

0 Comments

2.sæti – Örn Bárður Jónsson

ôrn B†r–urNafn: Örn Bárður Jónsson

Örn Bárður Jónsson en Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Ísafirði 23.nóvember 1949 þar sem hann ólst upp. Verzlunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands 1969 og nám í endurskoðun í 3 ár. Rak heildverslun og iðnfyrirtæki um tíma en lauk embættisprófi í guðfræði 1984. Doctor of Minstry próf frá The Fuller Theological Seminary í Pasadena í Kaliforníu 1996. Las boðmiðlun og predikunarfræði við guðfræðideild Yale háskólans í New Haven, Connecticut, í Bandaríkjunum árið 2009. Vígður djákni árið 1979 og prestur árið 1984 í Garðabæ. Sóknarprestur í Grindavík árin 1985-1990. Verkefnastjóri safnaðaruppbyggingar á Biskupsstofu 1990-1995, fræðslustjóri kirkjunnar 1995-1999. Prestur og síðar sóknarprestur í Neskirkju frá 1999. Sat í Stjórnlagaráði 2011. Leikur gjarnan gólf og málar með vatnslitum í frístundum.

Maki: Bjarnfríður Jóhannsdóttir, sjúkraliði.

Börn: 5.

Barnabörn: 11.

0 Comments

8.sæti – Móeiður Júníusdóttir

Nafn: Móeiður Júníusdóttir

Tölvupóstfang: moj1@hi.is

Fædd 4. maí 1972 í Reykjavík. Stúdentspróf frá MR 1992. Tónlistarnám um árabil. Embættispróf í guðfræði  HÍ 2010. Diploma til kennsluréttinda HÍ 2010. Stundar meistaranám við Menntavísindasvið HÍ og doktorsnám við guðfræðideild HÍ. Starfandi söngkona og tónlistarmaður 1991-2001. Umsjón með ýmsum verkefnum á vegum Þjóðkirkjunnar 2008-2012.

Maki: Styrmir Gunnarsson

Börn: Ari Elías 12 ára, Guðrún Sigríður 9 ára, Þeódís 1 árs.

0 Comments

4.sæti – Guðbjörn Guðbjörnsson

2_gudbjorngudbjornsson-1

Nafn: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður, stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari. Fæddur 3. júní 1962 í Reykjavík, útskrifaður óperusöngvari, burtfararpróf 1986, Alþjóðlegt óperustúdíó Óperunnar í Zürich í Sviss (1989), BA í þýsku,. (2007), stjórnsýslufræðingur (MPA)(2008). Óperusöngvari á Íslandi, Sviss og Þýskalandi 1985-1998, sölustjóri á ferðarskrifstofunni Terra Nova 1999-2000, starfsmaður Tollstjóra 1998-2013, aðstoðaryfirtollvörður frá 2004, yfirtollvörður frá 2009. Formaður og seta í stjórn Tollvarðafélags Íslands og stjórn BSRB frá 2004-2009.

Börn: Anna-Lena (22), Lilja Viktoría (20) og Sólveig Elísabet (18).

0 Comments

10.sæti – Edda Björgvinsdóttir

skvisa

Nafn: Edda Björgvinsdóttir

Tölvupóstfang: edda@eddabjorgvins.is

Edda Björgvinsdóttir lauk stúdentsprófi frá  Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði nám við Háskóla Ísland og Röntgentæknaskólann veturna 1973 og 1974. Edda útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978 og hefur starfað óslitið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar fram á þennan dag og þar að auki starfað með  fjölmörgum sjálfstæðum leikhópum – sem leikari, leikstjóri, höfundur og framleiðandi, nú síðast starfaði Edda með Gaflaraleikhúsinu sem leikstjóri að leikritinu Blakkát eftir Björk Jakobsdóttur

Edda hefur setið í stjórn leiklistarstofanna (Leilistarráð, Gríniðjan, List og Fræðsla, Fræðsluleikhúsiðog  situr nú í Fulltrúaráði Sólheima og í stjórn Listar án landamæra) að auki hefur Edda leikið, leikstýrt og samið efni fyrir velflesta starfandi ljósvakamiðla á Íslandi.

Edda hefur haldið námskeið og fyrirlestra í yfir 100 fyrirtækjum landsins sl. 20 ár, m.a. um húmor sem stjórntæki og einnig þjálfun í tjáningu, sjálfsstyrkingu og heilsueflingu.

Edda er að ljúka Meistaranámi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Maki: enginn

Börn: Eva Dögg, Margrét Ýrr, Björgvin Franz og Róbert Ólíver

0 Comments

7.sæti – Hjörtur Hjartarson

Nafn: Hjörtur Hjartarson

Hjörtur er sagnfræðingur að mennt, er með sveinspróf í rafeindavirkjun, stúdent 1982. Dvaldi á Ítalíu 1983. Stundaði sjómennsku á námsárunum. Vann við tölvuviðgerðir 1987-1989. Verkefnastjóri hjá Iðntæknistofnun og forstöðumaður Verkstjórnarfræðslunnar 1990-1999. Kynningarstjóri Staðlaráðs Íslands frá 1999.

0 Comments