1.sæti – Finnbogi Vikar

 

Finnbogi_Vikar_mynd

Nafn: Finnbogi Vikar

Finnbogi Vikar  viðskiptalöfræðingur og sjómaður. Fæddur 22. ágúst 1978 í Reykjavík. B.S. gráða í viðskiptalögfræði Háskólanum á Bifröst 2012. Sjómaður 1999 – 2012. Verkamaður við smíðar, verslunarstörf og landbúnaðarstörf 1994 – 1999. Ókvæntur og barnlaus

 

0 Comments

2.sæti – Kristín Ósk Wium Hjartardóttir

 

kristinwiium

Nafn: Kristín Ósk Wium Hjartardóttir

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir húsmóðir, hársnyrtinemi og núverandi nemi á Félagssvísinda og lagadeild við Keili. Fædd þann 4.janúar 1983 á eyjunni Jövu í Indónesíu. Sjálfstætt starfandi söng og leikkona frá 1997, lék m.a undir leikstjórn Baltarsars Kormáks í Bugsy Malone 1997-1998. Söngskóli Reykjavíkur 2002-2004. Söngvakeppni sjónvarpsins 2009. Hef sett upp og séð um nokkra styrktartónleika. Vaktstjóri á Aktu Taktu 2004-2005. Heimavinnandi húsmóðir 2005-2010. Iðnskólinn í Hfj-Hársnyrting 2010-2011. Keilir Félagsvísinda og lagadeild 2012-2013.

Maki: Stefán Már Guðmundsson

Börn: Davíð Máni 13 ára, Sesselja Ósk 7 ára og Aðalbjörg Ósk 5 ára.

0 Comments

3.sæti – Jón Gunnar Björgvinsson

 

jonGunnar
Nafn : Jón Gunnar Björgvinsson
Jón Gunnar Björgvinsson. Fæddur í Reykjavík 23. júní 1974. Flugmaður hjá Flugfélaginu Atlanta.

ATPL réttindi frá Flugskóla Íslands 1998. Minna fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1995. Vélavörður frá Vélskóla Íslands 1990. Grunnskólapróf frá Fellaskóla 1990.

Flugmaður hjá flugfélaginu Atlanta síðan 2004 og trillusjómaður í hlutastarfi. Sjómaður á eigin bátum og annarra frá árinu 1991 til ársins 2004.

Maki: Guðlaug Harpa Rúnarsdóttir.
Börn: Írena Líf 17 ára, Linda Rún 12 ára, Sindri Freyr 10 ára og Emil Bragi 5 ára.

0 Comments

5.sæti – Þórir Baldursson

thorirBaldurs

Nafn: Þórir Baldursson

Lauk prófi úr kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1965. Hef starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 14 ára aldri. Fluttist 1970 til meginlands Evrópu og starfaði þar sem tónlistarmaður í 10 ár, lengst af í Munchen. Fluttist þá til Bandaríkjanna og vann þar með hléum til 1990. Fluttist þá aftur til Íslands og hef starfað við tónlistarkennslu og önnur störf tengd tónlist síðan.

Kenni nú jazz-píanó við Tónlistarskóla FÍH og Listháskóla Íslands.

0 Comments

9.sæti – Kári Jónsson

Nafn: Kári Jónsson

Kári er 59 módel, er fyrst og síðast pabbi og afi, er fósturfaðir 5 barna 4 eru á lífi, öll uppkomin, afabörnin eru 6. Hef verið á vinnumarkaðnum eftir 14ára aldur, í útgerð og fiskvinnslu ásamt föður og bróður í 13ár var til sjós í 7ár, vann á fiskmarkaði suðurnesja í 7-8ár, hef starfað sem bílstjóri síðastliðin áratug.

0 Comments

8.sæti – Borghildur Guðmundsdóttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nafn: Borghildur Guðmundsdóttir

Nemi og húsmóðir

Borghildur Guðmundsdóttir, fædd 29. September 1976, Akranesi. Sjúkraflutningapróf, Jefferson Community College, New York, USA, 2001. Nuddnám, Louisville School of Massage, KY, USA, 2007. Stúdentspróf, Keilir, 2013.

Sjúkraflutningar 2000-2002 í NY, USA, Kennsla í Hjartahnoði/stuði og fyrstu hjálp, Þýskalandi, 2003-2004. Century 21 First Choice (auglýsingar og skrifstofustörf), KY, USA 2005-2007. Félagsþjónustan Reykjanesbæ, 2009-2012. Rithöfundur, Ég gefst aldrei upp, 2012. (útg. Salka Forlag)

Maki: Haukur Ingimarsson.
Börn: Guðmundur 19 ára, Brian 13 ára, Andrew 8 ára,
Stjúpbörn: Erla 19 ára, Kristófer 15 ára, Haukur 13 ára.

0 Comments

6.sæti – Hanna Guðrún Kristinsdóttir

Nafn: Hanna Guðrún Kristinsdóttir:

Ég er 46 ára gömul, menntaður sjúkraliði, útskrifaðist í des. 2010. Vann eitt ár eftir útskrift á LSH á deild 11-G en starfa núna hjá Álnavörubúðinni í Hveragerði, (betri laun og skemmtilegri vinnutími).

Ég er gift Pétri Hjaltested tónlistarmanni og eigum við samtals 5 börn, tengdabörn og 6 barnabörn. Við höfum búið í Hveragerði frá árinu 2005, en ég er fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur til 11 ára aldurs en þá flutti ég í Hafnarfjörð og bjó þar fram til ársins 2005.

Ég hef tekið þátt í ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, t.a.m. formaður í íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði, sem er íþróttafélag fatlaðra þar í bæ, sat í stjórn Heimilis og skóla, var í Foreldraráði Hafnarfjarðar svo e-ð sé nefnt.

Vorið 2006 var ég á lista A-listans í bæjarstjórnakosningunum í Hveragerði, en hann var skipaður samfylkingu, framsókn og óflokksbundnum. Við misstum meirihlutann yfir til sjálfstæðismanna þá, en ég sat í e-m nefndum og var varamaður inn í bæjarráð og bæjarstjórn fyrir hönd óflokksbundinna.

Vann hjá Hafnarfjarðarbæ í mörg ár, 1992-2005, meira eða minna. Hjá æskulýðs- og tómstundaráði, bæði sem almennur starfsmaður og svo seinna sem rekstrarfulltrúi. Einnig vann ég við almenna símsvörun, ritari hjá Félagsþjónustunni, vann á skrifstofu vinnuskólans og endaði síðan feril minn hjá bænum sem starfsmaður við Suðurbæjarlaug.

 

0 Comments