8.sæti – Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir

Screen Shot 2013-04-10 at 10.20.56 PM

Nafn: Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir

Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir, fædd 10. júlí, 1958 í Hafnarfirði.  Hef starfað lengst af sem verkakona og við skrifstofustörf.  Tekið þátt í félagsstörfum, verið í stjórn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóðs.  Verið verslunarstjóri en starfa nú sem starfsmaður í móttöku á Icelandair Hótelinu í Keflavík.

Bjó 6 ár í Súðavík en flutti síðan aftur í Hafnarfjörð.

Börn:  Kristín Ósk f. 1983, Harpa Ósk f. 1984, Margrét Ósk f. 1995.

0 Comments

23.sæti – Birgir Óli Sigmundsson

Nafn: Birgir Óli Sigmundsson

Heilsuhagfræðingur

0 Comments

7.sæti – Guðmundur G. Kristinsson

Nafn: Guðmundur G. Kristinsson

Tölvupóstfang: gudmundur.kristinsson@gmail.com

Guðmundur G. Kristinsson, vélfræðingur. Fæddur 30. lúlí 1954 á Blönduósi. Próf í vélræði VÍ 1976. Sölu- og markaðstjóri hjá Vélar og þjónustu ehf og Bílaumboðinu ehf, framkvæmdastjóri Markaðstorgið ehf og Vélsmiðju Kaupfélags Árnesinga, sölu og markaðsstjóri Broadway, Merkurpoint og Kaptio. Formaður íþróttafélagsins Fjölnis 1989- 1994, félagsforingi skátafélagsins Vogabúa, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, formaður Miðborgarsamtaka Reykjavíkur, stofnandi og stjórnarmaður Samtaka um betri byggð. Setja í stjórnum og nefndum fjölmargra félagasamtaka.

Maki: Svanhildur I. Jóhannesdóttir

Börn: Anna, M.S í mannauðsfræði 36 ára, Haukur 43 ára M.S í fjármálahagfræði, Agnes 31 árs verslunarpróf

0 Comments

4.sæti – Guðrún Guðlaugsdóttir

 

 

Gudrun_Gudlaugsdottir_300dpi (2)

Nafn: Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir fædd í Reykjavík 20. júlí 1944. Lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967 og stúdentsprófi frá MH 1977. Starfaði sem dagskrárgerðarmanneskja á Útvarpinu um árabil, einnig sem dagskrárfulltrúi og sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV. Gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu 1984 en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður. Eftir hana hafa komið út ljóðabækur, skáldsögur og æviminningabækur auk fjölda greina og viðtala í ýmsum bókum og tímaritum.

Maki: Guðmundur Páll Arnarson blaðamaður og bridskennari.

Börn: Ragnheiður, Ásgerður, Móeiður, Kristinn, Guðlaugur og Sigríður Elísabet.

 

0 Comments

5.sæti – Árni Stefán Árnason

 

arnistefanNafn:  Árni Stefán Árnason

Árni Stefán Árnason. Fæddur 11. mars 1960, Hafnarfirði. Stúdent frá Fjölbrautarskólanum Flensborg 1981, Atvinnuflugmaður og flugkennararéttindi frá Flugmálastjórn Íslands 1983, Embættis og fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Rak um tíma ljósmyndastofu og síðar gæludýraverslun. Sendiherra World Animal Day á Íslandi. Ritstjóri og eigandi dyraverndarinn.is

Sambýliskona: Hjördís María Ingadóttir

 

0 Comments

1.sæti – Lýður Árnason

 

Lydur

Nafn: Lýður Árnason

Lýður Árnason, læknir.  Fæddur 5. desember 1962 í Reykjavík.  Embættispróf í lækningum frá HÍ 1990.  Framhaldsnám í Vestmannaeyjum 1994-96.  Læknir á Vestfjörðum 1997-2010 og í Salahverfi, Kópavogi síðan. Kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, meðeigandi í smábátaútgerð á Flateyri.

Maki: Íris Sveinsdóttir

Börn: Fimm talsins og smalahundur.

 

0 Comments

6.sæti – Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

 

thordisNafn: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur. Fædd 3. september 1964 í Reykjavík. B.S. í viðskiptafræði og M.A. i Alþjóðasamskiptum frá Ohio University í Bandaríkjunum. Sérfræðingur hjá Íbúðalánsjóði 2003-2013.  Bjó og starfaði (við bankastörf) í Bandaríkjunum eftir nám og til ársins 2003.

Maki: José Manuel Tirado

Börn: Rita 22 ára, Sonja 12 ára, Alvar 9 ára

0 Comments

2.sæti – Ástrós Signýjardóttir

 

IB_S_BASIC_COPYRIGHT =

Nafn: Ástrós Signýjardóttir

Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur. Fædd árið 1986 í Reykjavík. Lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 2010. Lauk meistaraprófi í alþjóðasamskiptum frá HÍ árið 2012. Stunda nú nám í viðbótardiplóma í þróunarfræðum við HÍ. Hef að auki diplómapróf í dansi auk þess að hafa lokið Leiðtogaskóla NSU. Var yngsti kjörni fulltrúi Stjórnlagaráðs árið 2011. Starfaði þar á undan m.a. við danskennslu, við gæslu barna, ýmisskonar afgreiðslustörf og var meðlimur í Ungmennaráði UMFI.

Maki: Hugi Halldórsson, framleiðandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Stórveldið ehf.

Börn: Auðunn Sölvi Hugason, 1 árs.  

Ástrós á YouTube
Lýðræðisvaktin á YouTube

0 Comments

10.sæti – Guðný Halldórsdóttir

Nafn: Guðný Halldórsdóttir

Tölvupóstfang: dori@centrum.is

Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður. Fædd 23. janúar 1954 í Reykjavík. Sjálfsætt starfandi kvikmyndagerðarmaður, með próf frá London International Filmschool l979-81. Í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar 1994 – 2002.  Rekur kvikmyndagerðafélgið UMBA sem stofnsett var l983 og starfar enn.

Maki: Halldór Þorgeirsson

Börn: Halldór Halldórsson

0 Comments

9.sæti – Þorleifur Friðriksson

 

Ëorleifur Fri–rikssonSVNafn: Þorleifur Friðriksson

Tölvupóstfang: thorleifur.fridriksson@gmail.com

Fæddur 4 janúar 1952 í Reykjavík.

Doktorspróf í sagnfræði frá háskólanum í Lundi 1990. Hefur birt fjölmargar greinar og bækur um sérsvið sitt, síðast Dagar vonnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði (2012). Meðfram sagnfræðirannsóknum hefur hann stundað kennslu og rekur jafnframt Söguferðir ehf.

Maki: Þóra Birna Björnsdóttir

Börn: Vernharð Sigursteinn og Björn.

0 Comments