Þórhildur ÞorleifsdóttirNámsferill

Leiðsöguskólinn MK 2007-08.
Verkefnastjórnun – leiðtogaþjálfun í Endurmenntun Háskóla Íslands frá 1. september 2004. Námið er tvær annir, 2004.
Rekstrar- og viðskiptanám (MBA) – ein önn – í Endurmenntun Háskóla Íslands 2004.
Þýskunám við háskólann í Frankfurt og lauk þar Oberstufe-prófi (jafngildir PNDS) 1995.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1976.
Söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, kennari Engel Lund 1966-68.
Listdanskennaramenntun í The Royal Academy of Dancing, London 1961-64.
Listdansnám við The Royal Ballet School, London 1961-63.

Starfsferill

Leikstjóri; Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur, Ísl. óperan, Alþýðuleikhúsið, RÚV o.fl. 1975-
Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi 1996-2000.
Varaborgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík, félagsmálaráð Reykjavíkur 1982-1990.
Þingkona Kvennalistans. Seta í nefndum Alþingis; Mennta- og menningarmálanefnd, félagsmálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd 1987-1991.
Formaður Jafnréttisráðs 2010-.

Stjórnmál, þingmennska og borgarstjórnarstörf

Ein af stofnendum Kvennaframboðsins 1982 og Kvennalistans 1983. Hef sinnt þar félagsstörfum, skipulagningu og framkvæmdum af ýmsu tagi. Var varaborgarfulltrúi 1982-86, tók nokkrum sinnum sæti í borgarstjórn og átti sæti í félagsmálanefnd Reykjavíkurborgar. Var m.a. kosningastýra Kvennalistans í Reykjavík í alþingiskosningum 1983 og 1987, samdi og stjórnaði kynningarþáttum fyrir sjónvarp í þessum sömu kosningum. Var varaþingkona Kvennalistans 1983-87 og aftur 1991-95.
Sat á þingi fyrir Samtök um kvennalista árin 1987-91 og átti m.a. sæti í menntamálanefnd, fjárhags- og viðskiptanefnd og félagsmáladeild Alþingis.
Fulltrúi í Evrópuráðinu og sótti þing Sameinuðu þjóðanna á vegum Alþingis.

Félagsstörf

Formaður Leiklistarsambands Íslands, Félags leikstjóra á Íslandi, Stjórn Bandalags íslenskra listamanna, stjórn Norræna leiklistarsambandsins og Allþjóða leiklistarsambandsins. Seta í fjölmörgum nefndum á vegum hins opinbera og listamanna.

Fjölskylda

Maki: Arnar Jónsson f. 1943, leikari. Börn: Guðrún Helga f. 1964, d. 2003, Sólveig f. 1973, Þorleifur Örn f. 1978, Oddný f. 1980, Jón Magnús f. 1982.