Sjöfn Rafnsdóttir

Hárgreiðslumeistari, nú meira hrossabóndi.  Fædd 16. ágúst, 1955 í Reykjavík.

Framhaldsnám við Verslunardeild Ármúlaskóla, Iðnskólann í Reykjavík. Við Komvux í Stockholm, m.a. í sænskum bókmenntum, stærðfræði, ensku, frönsku, sænsku.

Framhaldsnám við Frans Schartaus, Stokkhólmi í viðskiptum . Lagði einnig stund á listmálun og skúlptúr við Studiefrämjandet í Stokkhólmi.

Ásamt eigin fyrirtækjarekstri hef ég starfað sem bankastarfsmaður Spron, hjá Eimskipafélagi Íslands, Hótel Bifröst, kennari í Iðnskólanum í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt.

Fluttist til Svíþjóðar 1989 og bjó í Stokkhólmi í hartnær 18 ár.

 

Börn:  Eva Björk Eiríksdóttir f: 25.09.77 d: 21.06.04 og Sveinn Rafn Eiríksson f: 26.08.79.